*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Huginn og muninn
26. janúar 2020 08:02

Þingmenn ólmir að styðja Kauphöllina

Bæði stjórn og stjórnarandstaða hafa lagt fram frumvörp nýverið sem myndu auka umsvifin í Kauphöllinni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Haraldur Guðjónsson

Nokkur umræða hefur verið um einsleitni, fjárfesta- og félagafæð í Kauphöllinni nýverið, og leiðir til að bæta úr því, enda til mikils að vinna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur í því skyni lagt til allt að 250 þúsund króna afslátt af tekjuskatti fyrir kaup einstaklinga á skráðum hlutabréfum.

Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, gerði sér hins vegar lítið fyrir og lagði til að öll félög sem hefðu yfir að ráða yfir 1% fiskveiðiafla yrðu skráningarskyld í Kauphöllina. Með því myndi á augabragði 21 nýtt félag bætast við Kauphöllina, og markmiði Magnúsar Harðarsonar forstjóra um fjölgun næstu fimm ára þar með samstundis náð.

Hröfnunum er það reyndar til efs að það sé Magnúsi sérstakt kappsmál að annað hvert skráð félag verði sjávarútvegsfyrirtæki, en eflaust þakkar hann Þorgerði hlýhuginn engu að síður.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.