*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Huginn og muninn
13. október 2019 09:02

Þögli embættismaðurinn

Tregða kerfisins til að veita upplýsingar er óþolandi enda embættismenn í vinnu hjá almenningi en ekki öfugt.

Höskuldur Marselíusarson

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, vakti athygli á máli fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vikunni, sem bæði blaðamenn og upplýsingaþyrstir borgarar eru orðnir langþreyttir á – tregðu embættismannakerfisins til að veita almenningi upplýsingar. Vísir greindi frá því í vikunni að fimmtíu kærur biðu afgreiðslu úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því tekur fleiri mánuði að fá úrlausn mála hjá nefndinni.

Tryggvi benti á að mörg dæmi væru um að niðurstaða bærist svo seint að mál hefðu glatað upplýsingagildi sínu. Hugsanlega þyrfti að hugsa allt kerfið upp á nýtt. Undantekning en ekki regla ætti að vera að mál rötuðu til kærunefndarinnar.

Taka verður undir með Tryggva að tregða kerfisins til að veita upplýsingar er óþolandi enda embættismenn í vinnu hjá almenningi en ekki öfugt. Oft eru fyrstu viðbrögð innan stjórnsýslunnar, við jafnvel einföldustu spurningum, að fara fram á að upplýsingafulltrúum séu sendar skriflegar fyrirspurnir í stað þess að hægt sé að ræða beint við sérfræðinga í viðkomandi stofnun eða ráðuneyti. Allur gangur er svo á hvort dagar, vikur eða mánuðir líði þar til svör við fyrirspurnum berist.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.