*

laugardagur, 4. desember 2021
Huginn og muninn
31. október 2021 10:12

Þriðjudagstilboð í Borgartúninu

Eftir „sérstaklega varhugaverða“ umræðu um verðlagningu hækkaði Domino´s verð á þriðjudagstilboðinu.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Haraldur Guðjónsson

Eftir „sérstaklega varhugaverða“ umræðu um verðlagningu hækkaði Domino´s verð á þriðjudagstilboðinu.

Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft horn í síðu talsmanna hagsmunasamtaka, sem hafa bent á að verð kunni að hækka á næstunni. Slík þátttaka í umræðu um verð og verðlagningu er að mati Páls Gunnars Pálssonar og félaga hans í SKE „sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka“.

Og viti menn, haldiði ekki að Domino´s hafi ákveðið að hækka verð á þriðjudagstilboði sínu – hornsteini íslensk samfélags undanfarinn áratug – um tíu prósent strax í kjölfarið. Er þar á ferð ein svakalegasta verðhækkun veitingastaðar frá því að IKEA hætti að selja saltkjöt og baunir á túkall á sprengidaginn. Hrafnana grunar að akkúrat núna sé Páll Gunnar að undirbúa rannsókn á málinu enda ekki loku fyrir það skotið að orsakasamhengi sé milli hækkunarinnar og hinna varhugaverðu orða hagsmunavarðanna.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.