*

miðvikudagur, 3. júní 2020
Huginn og muninn
26. apríl 2020 10:02

Tilviljanir á fjöllum

Forsætisráðherra var gestur í þætti upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar.

Róbert Marshall var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar fyrir rúmum mánuði.
Aðsend mynd

Hjónin Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir , sem bæði störfuðu í fjölmiðlum um árabil, hafa undanfarin ár einbeitt sér að fjallgöngum og annarri útiveru. Hafa þau gefið út tímaritið ÚTI, sem og gert sjónvarpsþætti sem bera sama nafn. Í þeim ferðast þau með fólki um náttúru landsins.

Á meðal ferðalanga í þættinum sem sýndur var um síðustu helgi var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Gekk hún með þeim hjónum og fleira fólki meðfram Þjórsá og skoðaði mikilfenglega fossa. Hröfnunum þótti þetta hið ágætasta sjónvarpsefni enda hafa þeir mikinn áhuga á íslenskri náttúru. Hrafnarnir eru líka mjög hrifnir af tilviljunum ýmiss konar en einungis mánuður er síðan Róbert, sem gegndi þingmennsku um skeið, var ráðinn án auglýsingar í Stjórnarráðið, sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.