*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Huginn og muninn
17. september 2018 14:09

Tollhlið á Suðurlandi?

Ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar um að dagsferðir frá Reykjavík á Jökulsárlón væru „bull“ vöktu athygli hrafnanna.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra um að dagsferðir frá Reykjavík á Jökulsárlón væru „bull“ sem þyrfti að koma í veg fyrir vöktu athygli hrafnanna.

Sigurður Ingi taldi að skylda ætti fólk til að gista vilji það fara svo langa leið og hafði sérstakar áhyggjur af bílstjórunum.

Áhugavert væri að heyra afstöðu Ásmundar Friðrikssonar, starfsbróður Sigurðar Inga í Suðurkjördæmi, til umræddra dagsferða enda er hann frumkvöðull á sviði ríkisstyrktra ferða yfir Suðurkjördæmi endilangt og aftur til baka, oftar en ekki samdægurs.

Þá má velta því fyrir sér hvernig ráðherrann hyggist koma í veg fyrir of langar dagsferðir. Hugsanlega vill hann nýta tollhlið sem hann íhugar að reisa á þjóðvegum og Framsóknarflokkurinn var andsnúinn fyrir þingkosningarnar fyrir ári. Hægt væri að spyrja ferðamenn hvort þeir hafi ferðast um of langan veg í kjördæmi ráðherra án þess að stoppa og taka upp kortin.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is