*

miðvikudagur, 23. september 2020
Huginn og muninn
29. nóvember 2019 16:46

Tómas eða Ásdís?

Hæfisnefnd á að skila niðurstöðum til ráðherra eftir rúmar tvær vikur.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá SA og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Haraldur Guðjónsson

Nú styttist í að ráðið verði í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. Staðan var auglýst 25. október og á hæfisnefnd að skila niðurstöðum til ráðherra eigi síðar en 15. desember. Tíu sóttu um og þeirra á meðal var Haukur C. Benediktsson, en hann var í síðustu viku ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá bankanum. Sú staða var auglýst í ágúst. Þar með eru níu sem bítast um varaseðlabankastjórastöðuna.

Hrafnarnir hafa heyrt að Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sé líklegur en hann er náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hrafnarnir hafa reyndar líka heyrt að Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins, sé sterkur kandídat. Hún hafði einnig sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika en dró þá umsókn til baka áður en ráðið var. Hún er því augljóslega að veðja á aðstoðarseðlabankastjórastöðuna.   

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.