*

miðvikudagur, 27. maí 2020
Huginn og muninn
23. júní 2019 10:02

Tvískinnungur ÁTVR

Á dögunum birtist heilsíðuauglýsing í dagblaði þar sem brýnt er fyrir lesendum að „samþykkja EKKI fíkniefnaneyslu”.

Haraldur Guðjónsson

Á dögunum birtist heilsíðuauglýsing í dagblaði þar sem brýnt er fyrir lesendum að „samþykkja EKKI fíkniefnaneyslu”. Fyrir neðan prýða svo síðuna kennimerki þeirra fyrirtækja, samtaka og stofnana sem að auglýsingunni standa, en þar fer fremst í flokki sjálf Vínbúðin.

Vart er hægt að leggja annan skilning í þátttöku einokunarverslunarinnar en þann að um meiriháttar stefnubreytingu sé að ræða, þar sem lagst sé gegn neyslu áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna. Dyrum Vínbúðarinnar verður því væntanlega lokað og heildsölu stofnunarinnar á tóbaki hætt, í beinu framhaldi.

Þótt rekstur Vínbúðarinnar samræmist ekki yfirlýsingunni eru aðrir aðstandendur sem hafa tekjur af, eða hreinlega grundvalla tilveru sína að einhverju leyti á fíkniefnastríðinu. Þeirra þátttaka er öllu skiljanlegri og viðbúnari.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.