*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Huginn og muninn
7. nóvember 2021 10:12

Íbúðamarkaður, grímubúningar og rafskútur

Ríkið hefur verið á útopnu við að finna ný verkefni fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Myndin er samsett.

Flestir atvinnurekendur forðast tvíverknað enda er það óarðbært og felur í sér sóun á starfskröftum. Þetta á þó ekki við stærsta vinnuveitanda landsins, íslenska ríkið. Gott dæmi eru Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Þjóðskrá Íslands.

Hermann Jónasson er forstjóri HMS og er hann með um 115 manns í vinnu. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, er sömuleiðis með um 115 manns í vinnu. Báðar þessar stofnanir afla gagna um húsnæðismarkaðinn og birta. Þegar Þjóðskrá birtir tilkynningu um vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu þá endurskrifar ríkisstarfsmaðurinn hjá HMS tilkynninguna og birtir á síðu HMS.

Eins og margir vita þá varð HMS til við sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Af einhverjum ástæðum hefur ríkið verið á útopnu við að útvega þessari nýju stofnun verkefni. Eitt af þeim er eftirlitshlutverk, sem áður var í höndum Neytendastofu. Þótt það virðist órökrétt þá vilja hrafnarnir benda lesendum sínum á að fara beint á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vilji þeir vita hvaða grímubúningar eru öruggir fyrir ungana eða hvernig best er að hlaða rafhlaupahjól.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.