Í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins fjallaði Óðinn um uppsögn forstjóra Festi. Degi síðar, á föstudag, sendi stjórn Festi frá sér yfirlýsingu. Hún staðfestir að stjórnin hafi ákveðið starfslok Eggerts og breytir tilkynning því engu um pistil Óðins.

Hér á eftir er pistillinn en hann geta áskrifendur lesið í fullri lengd.

Umboðslaus stjórn Festi og ósönn tilkynning

Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festi hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok hans. Festi hf. rekur í dag N1, Krónuna, Elko, Bakkann og fasteignafélag Festi. Félagið stendur á tímamótum eftir mikla uppbyggingu undanfarinna ára og telur forstjóri að á þessum tímamótum sé æskilegt að leitað verði til nýs einstaklings til að leiða starfsemi þess.“ - Yfirlýsing stjórnar Festi 2. júní 2022.

Sá ósiður hefur verið tekinn upp hjá nánast öllum þeim félögum sem skráð eru á markaði hér á landi að setja á stofn tilnefningarnefnd. Þó svo að tilnefningarnefndirnar skili af sér skýrslu á aðalfundi þá kemur þar ekki fram það sem máli skipti. Aðallega það hvaða hluthafar studdu hvern, í þeim tilvikum sem þeir upplýsa um það, og ekki hverjir bjóða sig fram til stjórnarsetu.

***

Hluthafafundur Festi fór fram 22. mars. Í skýrslu tilnefningarnefndarinnar kemur fram að 22 sóttust eftir stjórnarsetu en fimm sæti eru í stjórn félagsins.

Því var haldið fram í aðdraganda hluthafafundarins að Björgólfur Jóhannsson hefði verið einn þeirra sem sóttust eftir því að sitja í stjórn félagsins. Óðinn ætlar ekki að tíunda reynslu hans, hans feril þekkja allir. Hins vegar gerði nefndin tillögu um að starfsmaður Icelandair yrði skipaður í stjórn. Sá er forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Icelandair Group auk þess sem hann ber ábyrgð á umbótaverkefnum og bestun ferla á fjármálasviði félagsins.

Óðinn hefur ekki nokkrar forsendur til að meta hæfileika starfsmanns Icelandair til stjórnarsetu. Hins vegar hefði hann haldið að það væri ærið starf að stýra fjár- og áhættustýringu flugfélags á þessum umrótartímum. Rétt eins og á öllum öðrum tímum.

Hluthafar Icelandair hljóta að spyrja sig hvort tíma starfsmannsins sé ekki betur varið í þau störf. Að auki er Icelandair einn stærsti kaupandi eldsneytis á landinu. Fer stjórnarsetan saman við þá hagsmuni?

***

Rætt við suma hluthafa

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði