Aftur að Fréttablaðinu: Á þriðjudag birtist í blaðinu frétt um eitthvað sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson kallar „ofurgróða útgerðarinnar“. Vísað er til hagnaðar Brims og Síldarvinnslunnar í fyrra og á fyrsta fjórðungi og fullyrt að góðrar afkomu sé að vænta hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Samherja án þess að ársreikningar þessara liggja fyrir.

Í fyrirsögninni segir að „ofurgróði útgerðar“ valdi titringi og í fyrstu málsgrein er fullyrt að „vaxandi þrýstingur er á að veiðigjald verði hækkað“.

Af lestri fréttarinnar verður ekki séð hverjir það nákvæmlega eru sem eru skjálfandi vegna afkomu sjávarútvegsins og hvaðan þessi þrýstingur um hækkun veiðigjalds kemur – það er að segja hvar annars staðar en frá stjórnarandstöðuflokkunum. Ætti það þó ekki að teljast mjög fréttnæmt en stór hluti fréttarinnar er vísun í samtal við Loga Einarsson, formanns Samfylkingarinnar, þar sem hann reifar helstu stefnumál flokks síns í sjávar- útvegsmálum.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.