*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Huginn og muninn
13. apríl 2019 10:02

Umsækjandi VG?

Mörgum kom á óvart að Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, hafi sótt um starf seðlabankastjóra.

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans.
Haraldur Guðjónsson

Atvinnulífið og verkalýðshreyfingin bíða spennt eftir skipan næsta seðlabankastjóra enda eitt af skilyrðum fyrir að nýir kjarasamningar haldi að stýrivextir lækki. Þrýstingur er á um að ekki verði valinn innanbúðarmaður með of náin tengsl við Samherjamálið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans.

Mörgum kom á óvart að Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, væri meðal umsækjenda, enda má segja að hann hafi sótt um starf undirmanns síns. Bent hefur verið á að Gylfi sé fulltrúi Vinstri grænna í hinu pólitískt skipaða bankaráði. Hann starfaði einnig sem utanþingsráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar á árunum 2009-2010. Það er einmitt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sem mun velja næsta seðlabankastjóra eftir umsögn frá hæfnisnefnd.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is