Nú er útlit fyrir að Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki takist ætlunarverk sitt um að hleypa öllu í bál og brand á Íslandi. Tæplega 200 meðlimir Eflingar af þeim 25-30 þúsund sem í félaginu eru gátu með atkvæði sínu komið í gegn verkfallsaðgerðum gegn Íslandshótelum.

Nú verður boginn spenntur hærra en boðað hefur verið til kosninga afmarkaðs hóps innan Eflingar þar sem spjótunum er beint gegn fleiri hótelum, skipafélögum og olíufélögum. Þessi skæruverkföll beinast eingöngu að einkafyrirtækjum eðli málsins samkvæmt en kjaradeilan er milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði