*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Óðinn
6. febrúar 2011 14:14

Uppgjör sparisjóða sýnir afleitan bankarekstur

Kjarnastarfsemi sparisjóða var komin í tap árið 2001, löngu áður en bankarnir voru einkavæddir eða Exista var stofnað.

Í opinberri skýrslu FME sem kom út í september 2008 – Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja og verðbréfa- og fjárfestingasjóða fyrir árið 2007 – kemur fram að þrátt fyrir að 15,7 milljarða bókfærður hagnaður væri af rekstri sparisjóða árið 2007 var tap af kjarnastarfsemi þeirra 5 milljarðar. Hjá viðskiptabönkunum var hagnaðurinn 155 milljarðar en hagnaður af kjarnastarfsemi 108 milljarðar. Nú kann það að vera svo að uppgjör bankanna hafi ekki gefið rétta mynd af afkomu þeirra, en þær fréttir sem borist hafa af sparisjóðunum benda ekki til að uppgjör þeirra hafi verið hótinu skárri.

 

Afkoma sparisjóðanna

 

Af ofangreindum tölum að dæma virðist sem svo að sparisjóðirnir hafi verið áhættusæknari en bankarnir. Óðni lék forvitni á að kanna þetta nánar og tók saman uppgjör 11 sparisjóða sem hann fann, þar á meðal þeirra fimm sem voru endurfjármagnaðir af ríkinu. Það er mismunandi eftir sparisjóðum hversu margir ársreikningar eru, en í heild ætti þetta að gefa nokkuð glögga mynd af rekstri sparisjóðakerfisins og áhættusækni innan þess. Óðinn kannaði hversu miklum hagnaði sparisjóðirnir hefðu skilað af kjarnastarfsemi og skoðaði því hagnað fyrir skatta að frádregnum hagnaði af hlutabréfaeign og gengishagnaði.

Það kemur í ljós að hagnaður sparisjóðanna undanfarin ár hefur verið lítið annað en brask í verðbréfum. Það er því vandséð að þeir gegni neinu samfélagslegu hlutverki, þrátt fyrir mikinn fjáraustur í ímyndarherferðir með auglýsingamyndum af blómum, beljum og brosandi börnum. Það er líka rangt að sparisjóðirnir hafi verið óviljugt fórnarlamb græðgisvæðingar sem hófst í kjölfar einkavæðingar bankanna. Kjarnastarfsemi sparisjóða var komin í tap árið 2001, löngu áður en bankarnir voru einkavæddir eða Exista var stofnað. Það er augljóst að bólan á hlutabréfamarkaði gerði sparisjóðunum kleift að dylja óhagkvæman rekstur og það gerðu þeir með því að taka mikla áhættu á verðbréfamörkuðum, hrunið 2008 afhjúpaði þessa áhættusækni.

Pistil Óðins í heild má lesa hér.

Stikkorð: Sparisjóðir
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.