*

sunnudagur, 29. mars 2020
Huginn og muninn
22. febrúar 2020 10:02

Út fyrir þægindarammann

Á meðal frummælenda hjá SFS er ritstjóri Kjarnans sem segir atvinnugreinina hafa sýnt „ítrekaða fekju og yfirgang“.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Haraldur Guðjónsson

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) eru á leiðinni í allsherjar naflaskoðun. Að minnsta kosti geta hrafnarnir ekki lesið annað út úr dagskrá fundaherferðar samtakanna sem hefst á næstu viku. Yfirskrift fyrsta fundarins er „Hvernig getum við aukið gagnsæi í sjávarútvegi?“.

Á meðal frummælanda eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og einn eigenda Kjarnans, en hann hefur verið mjög gagnrýninn á íslenskan sjávarútveg. Þórður Snær, sem er afkastamikill leiðarahöfundur, skrifaði einmitt leiðara nú rétt fyrir áramót undir fyrirsögninni „Ofurstéttin sem er að eignast Íslands“. Þar sagði hann atvinnugreinina hafa sýnt „ítrekaða frekju og yfirgang“.

Yfirskrift næsta fundar er „Hvernig getur sjávarútvegur gert betur í umhverfismálum?“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, er heldur betur að stíga út fyrir þægindarammann því hrafnarnir hafa heyrt að á þeim fundi verði Andri Snær Magnason með erindi. Það er aldrei að vita nema hrafnarnir fái sér popp og mæti á þessa fundi.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.