*

laugardagur, 4. júlí 2020
Huginn og muninn
21. júní 2020 10:02

Úttekt frá skrifstofu á fárra vitorði

Rannsóknar- og upplýsingastofa Alþingis birti á dögunum glóðvolga úttekt um sameiningu Norður-Slésvíkur við Danmörku.

Áhugamenn um sameiningu Norður-Slésvíkur við Danmörku, hlutverk ríkisvaldsins og meðferð almannafjár hafa fullt tilefni til að taka gleði sína því í upphafi viku birtist glóðvolg úttekt á langvinnum deilum um héraðið. Útgefandi er rannsóknar- og upplýsingaskrifstofa Alþingis en hrafnarnir verða að viðurkenna að þeir höfðu ekki hugmynd um tilvist eða tilgang hennar fyrr en úttektin birtist.

Spennandi verður að sá hverju skrifstofan tekur upp á næst en meðal umfjöllunarefna sem hröfnunum dettur í hug er þáttur Dana í Napóleónsstríðunum, Hans Tausen og siðaskiptin og að endingu skelfingartíminn undir stjórn Kristófers II árin 1319-1332.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.