*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Huginn og muninn
15. janúar 2022 08:33

Valdaframsal sóttvarnalæknis

Fréttamaður RÚV óttast að sóttvarnalæknir hafi veitt stjórnmálamönnum of mikil völd.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kristinn Magnússon

Hröfnunum þykir upplýsingafundir Almannavarna ekki sérlega upplýsandi. Fátt kemur fram í framsögu þríeykisins víðfræga á fundunum annað en að álagið sé mikið á Landspítalanum. Það eru fyrst og fremst spurningar blaða- og fréttamanna á þessum fundum sem vekja athygli. Ekki endilega vegna þess hversu gagnmerkar þær eru heldur sökum þess að þær afhjúpa oft áherslur og skoðanir þess miðils sem spyrillinn starfar fyrir.

Þannig vakti mikla athygli á upplýsingafundinum í gær þegar Arnar Björnsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, spurði Þórólf Guðnason sóttvarnalækni hvort hann væri farinn að leyfa stjórnmálamönnum að ráða of miklu um þær takmarkanir sem stjórnvöld setja landsmönnum í nafni sóttvarna. Það er greinilegt að fréttamenn RÚV eru vel upplýstir hverjir raunverulega ráða för í stjórn hins opinbera: Ríkisstarfsmennirnir.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.