*

laugardagur, 19. september 2020
Huginn og muninn
12. nóvember 2016 11:09

Var kannski ekki sniðugt að lengja kennaranámið?

Kennarasamband Íslands studdi mikið við þá ákvörðun að gera masterspróf að skilyrði fyrir kennaramenntun.

Haraldur Guðjónsson

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að kennarar landsins standa nú í harðri kjarabaráttu og hafa um leið greiðan aðgang að fjölmiðlum. Í vikunni var haft eftir Þórði Hjaltested, formanni Kennarasambands Íslands, að fram undan væri mikill skortur á kennurum miðað við óbreytt ástand. Þar átti Þórður við kjör kennara.

Nú rifjaðist hins vegar upp fyrir Hröfnunum hvað Kennarasamband Íslands studdi mikið við þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þáv. menntamálaráðherra, að gera masterspróf að skilyrði fyrir kennaramenntun. Háskólanámið fyrir kennara var þannig lengt úr þremur árum í fimm.

Í dag tala menn síðan fyrir því að launin þurfi að endurspegla menntun kennara. Kannski var það ekki svo góð hugmynd að lengja námið á sínum tíma?

Stikkorð: Kennarar Menntamál
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.