*

miðvikudagur, 11. desember 2019
Huginn og muninn
5. ágúst 2019 11:01

Varnaðarorð friðarhöfðingja

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að hlusta á Elliða Vignisson. Fáir hafa sömu innsýn hvað gerist ef leiðtogar hafa ekki hópinn með sér.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.
Haraldur Guðjónsson

Morgunblaðið sló því upp í liðinni viku að Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, hefði áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins eftir einhverja skoðanakönnunina. Það rakti Elliði lóðbeint til orkupakkans og sagði einsýnt að gjá hefði myndast milli þingflokksins Sjálfstæðisflokksins og grasrótarinnar. „Það er gríðarlega mikilvægt að forystan, þingflokkurinn og ráðherrarnir bregðist við þegar þeir skynja að þeir hafi ekki hópinn á bak við sig. Það er eðlilegt að slík staða komi upp, en það er jafn eðlilegt að brugðist sé við,“ sagði Elliði spaklega við Morgunblaðið. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlýtur að taka þau orð friðarhöfðingjans Elliða til sín. Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa jafn nána innsýn og Elliði í það hversu hrapallega getur tekist til ef stjórnmálaleiðtogar hafa ekki hópinn á bak við sig. Þess er skemmst að minnast hvernig sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum klofnuðu í bæjarstjóratíð hans með þeirri afleiðingu að hreinn meirihluti flokksins féll, nýr meirihluti komst að og Elliði hrökklaðist úr Eyjum upp á fastalandið.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.