*

mánudagur, 17. júní 2019
Huginn og muninn
2. júní 2019 09:01

Varnarræða Ragnars Þórs

Ummæli formanns VR um þriðja orkupakkann fóru öfugt ofan í suma stuðningsmenn hans.

Ragnar Þór Ingólfsson.
Haraldur Guðjónsson

Afstaða Ragnar Þórs Ingólfssonar, formanns VR, til þriðja orkupakkans fór öfugt ofan í suma stuðningsmenn hans. Ragnar birti um síðustu helgi færslu á Facebook þar sem hann færði þeim þingmönnum, „sem lagt hafa mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur“, þakkir fyrir.

Eftir færsluna undruðust margir þennan stuðning hans við Miðflokkinn og var jafnvel fullyrt að hann væri genginn í þann flokk. Þessi gagnrýni gekk svo nærri Ragnari Þór að hann neyddist til að birta aðra færslu, mjög langa. Í varnarræðunni færði hann frekari rök fyrir máli sínu. „Ég er einfaldlega á móti því að markaðsvæða grunnþarfir og nauðsynjar samfélaga. Það er ekkert athugavert við að markaðsvæða hluti sem þú hefur val um að nota eða neyta.“

Í þessu samhengi má benda á að í sparnaðarskyni hættu Hrafnarnir í vetur að skipta við Orkuveitu Reykjavíkur og færðu viðskiptin yfir til Orku heimilanna, sem nota bene tengist Orkunni okkar ekki neitt. Kannski er Ragnar Þór að rugla saman einkavæðingu og markaðsvæðingu eða kannski ekki. Hver veit?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is