*

föstudagur, 21. janúar 2022
Huginn og muninn
5. desember 2021 10:12

Vaxta- og verðlagsútópía í krísu

Hversu mikið af 72 þúsund krónunum sem Viðreisn lofaði þjóðinni með upptöku evru ætli séu að brenna upp miðað við þróun mála?

Aðsend mynd

Ársverðbólga á evrusvæðinu nam 4,9% í nýliðnum mánuði en hún hefur aldrei verið meiri eftir upptöku evrunnar á meginlandinu. Þar slær vaxta- og verðlagsútópía Viðreisnar og Samfylkingarinnar verðbólgunni á Íslandi við, þótt litlu muni.

Mikil orkukrísa er uppi á meginlandinu sem á ríkan þátt í þessari meinlegu þróun og minnir ástandið ytra rækilega á að fyrirheitna landið er ekki alheilagt og síður en svo lausn allra mála. Hversu mikið af 72 þúsund krónunum sem Viðreisn lofaði þjóðinni með upptöku evru ætli séu að brenna upp miðað við þróun mála, sem ekki sér fyrir endann á?

Milliríkjaviðskipti eru mikilvæg en frelsi þjóðarinnar í þeim efnum er enn mikilvægara. Hagstjórn hérlendis hefur þroskast mikið frá því sem áður var og á meðan Ásgeir Jónsson og félagar halda vel á spöðunum hníga varla nokkur rök í átt að Evrópusambandsaðild.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.