*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Huginn og muninn
23. júlí 2017 10:53

Vekur spurningar um stjórnhætti

„Fjárfestar þurfa að vita af því ef einn af helstu stjórnendum félagsins er til rannsóknar, grunaður um saknæmt athæfi, ekki síst ef málið varðar markaðsviðskipti með beinum hætti.“

Haraldur Guðjónsson

Fregnir um að forstöðumaður stórs sviðs hjá Icelandair hefði í vor fengið stöðu grunaðs manns í rannsókn Fjármálaeftirlitsins (FME) á mögulegum brotum á lögum um verðbréfaviðskipti hafa vakið spurningar um stjórnarhætti hjá stórfyrirtækinu. Rannsóknin beinist að viðskiptum í aðdraganda hinnar alls óvæntu og biksvörtu afkomuviðvörunar félagsins í febrúar þegar hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung á einum degi.

Icelandair hefur verið kunnugt um málið síðan í maí og sendi manninn, sem að vísu mun ekki hafa stöðu fruminnherja, í leyfi þegar í stað. Hitt má heita óskiljanlegt að Icelandair hafi ekki greint frá þessu að eigin frumkvæði. Fjárfestar þurfa að vita af því ef einn af helstu stjórnendum félagsins er til rannsóknar, grunaður um saknæmt athæfi, ekki síst ef málið varðar markaðsviðskipti með beinum hætti.

Stikkorð: Icelandair
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.