Hrafnarnir hafa furðað sig á framgöngu Auðar Ölfu Ólafsdóttir, sem stýrir verðlagseftirliti Alþýðusambandsins, í fjölmiðlum gegnum tíðina. Á sunnudag var hún í kvöldfréttum RÚV að kenna skort á samkeppni og markaðsbresti um hækkanir á matvöru hér á landi undanfarin misseri. Og sakaði smásala um að „nýta hverja smugu til að okra á almenningi“.

Auður virðist algjörlega líta fram hjá áhrifum hækkana á aðföngum og launum í greiningu sinni og virðist ekki heldur hafa litið á framlegðina í rekstri stærstu matvöruverslana landsins síðustu rekstrarár. Ekki virðist fréttamanni RÚV heldur hafa dottið í hug að spyrja verðlagsstjóra alþýðunnar út í þessa þætti. En skortur á samkeppni og markaðsbrestur er víðar haldi greining verðlagsstjórans vatni - sem hún auðvitað gerir ekki. Þannig hækkaði matarkarfan í aðildarríkjum Evrópusambandsins um tæp 7% á ársgrundvelli í mars og nam hækkunin 5,9% á sama tímabili í Bretlandi.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .