*

sunnudagur, 17. janúar 2021
Huginn og muninn
13. nóvember 2011 16:11

Verðlaunar sjálfan sig

Icelandair var markaðsfyrirtæki ársins hjá ÍMARK. Vörumerkjastjóri Icelandair er formaður stjórnar ÍMARK.

Icelandair var valið markaðsfyrirtæki ársins af ÍMARK 3. nóvember síðastliðinn. Fyrirtækið er sagt hafa tekist á við eldgos, jökulhlaup, óróleika í efnahagsmálum og verkföll stéttarfélaga. Samt sem áður sé reksturinn góður og það hafi meðal annars tekist með því að „tryggja hraðar ákvarðanir með því að gefa millistjórnendum frjálsari hendur og tryggja stuttar boðleiðir og upplýsingaflæði“.

Einn af þessum millistjórnendum er markaðsmaðurinn Guðmundur Arnar Guðmundsson, Brand Manager Icelandair. Guðmundur er líka formaður stjórnar ÍMARK. Má þá kannski segja að Guðmundur hafi verið að verðlauna sjálfan sig?

Stikkorð: Icelandair Ímark
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.