*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Huginn og muninn
14. febrúar 2021 09:22

Verðskráin gæti virst lægri

Auglýsingastjóri RÚV hafnar fullyrðingum sem koma fram í umsögn Sýnar við fjölmiðlafrumvarpið.

Haraldur Guðjónsson

Á fjölmiðlamarkaðnum er RÚV fíllinn í stofunni, sem kjörnir fulltrúar þora ekki að hrófla við eins og nýr þjónustusamningur ber vitni um. RÚV mun áfram fá um 5 milljarða árlega frá skattgreiðendum og í ofanlág má hann auðvitað selja auglýsingar en auglýsingatekjur hans hafa numið um 2 milljörðum króna á ári. Í þjónustusamningnum, sem undirritaður var rétt fyrir áramót, er kveðið á um afnám afsláttar á auglýsingum.

Í ljósi þessa vakti umsögn Sýnar við fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra athygli. Í henni er fullyrt að RÚV hafi lækkað verðskrá sína fyrir útvarpsauglýsingar um tugi prósenta síðan þjónustusamningurinn tók gildi. Í samtali við Fréttablaðið hafnaði Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, þessum fullyrðingum. Hrafnarnir viðurkenna fúslega að þeir eru ekkert sérlega vel að sér í GRP, CPM, hlustunartryggingum og staðsetningarálagi en allt eru þetta hugtök sem finna má á verðskrársíðu RÚV. Þeir hjuggu þó eftir því þegar Einar Logi sagði við Fréttablaðið að svo gæti virst sem verðskráin sé 20% prósentum lægri.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.