*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Huginn og muninn
6. ágúst 2018 12:04

Verkalýðsforystan og hagsagan

Það var hundaheppni að verðbólgan skyldi ekki fara af stað eftir samið var um 30% launahækkun 2015.

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS.
Aðsend mynd

Umræðan um tengsl launahækkana og verðbólgu er sérlega áhugaverð. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sagði að verðbólgan hefði ekki farið af stað eftir kjarasamningana 2015. Þeir sem spái aukinni á verðbólgu, ef laun verði hækkuð í takt við það sem verkalýðsforystan vilji, séu því að draga grýlur á flot.

Drífa er fljót að gleyma. Það var í raun hundaheppni að verðbólgan skyldi ekki fara af stað þegar samið var um 30% launahækkun á vormánuðum 2015. Ástæðan var fordæmalaus fjölgun ferðamanna með tilheyrandi innflæði gjaldeyris, lækkun olíuverðs og auðvitað líka gjaldeyrishöft. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði 30% launahækkun á þriggja ára tímabili þýtt aukinn kaupmátt í skamman tíma, síðan hefði viðskiptahalli aukist, krónan veikst og verðbólgan étið upp kaupmáttaraukninguna.

Hrafnarnir vilja biðja verkalýðsforystuna að skoða hagsögu Íslands örlítið lengra aftur en til ársins 2015.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is