Á Landsþingi i Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem Heiða Björg Hilmisdóttir fer fyrir, var farið yfir drög að skýrslu verkefnastjórnar um aðgerðir til að bæta vinnuaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum.

Í henni er í stuttu máli lagt til að sveitarstjórnarmenn fái hærri laun og fría barnapössun, fulltrúum verði fjölgað til að minnka vinnuálag og að þeim verði tryggður friður vegna ítrekaðra eineltismála.

Huginn og Muninn gera upp árið í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.