*

mánudagur, 24. júní 2019
Huginn og muninn
17. desember 2016 12:04

VG og fjármögnun samneyslunnar

Þingmaður VG er hreinskilinn með þá skoðun að skattgreiðendur og fyrirtæki séu endalaus uppspretta fjármagns.

Aðsend mynd

Kolbeinn Óttarsson Proppé, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, varaði skattgreiðendur við því í vikunni hvernig seilst yrði í vasa þeirra þegar Vinstri grænir komast til valda.

„Vinstri græn hafa ekki verið hrædd við að stinga upp á leiðum til að fjármagna samneysluna,“ sagði Kolbeinn í grein í Fréttablaðinu á þriðjudag. „Við teljum að skattkerfið eigi að vera bæði til tekjuöflunar og tekjujöfnunar. Því miður hafa aðrir flokkar ekki reynst tilbúnir til að fara í þá tekjuöflun sem þó er nauðsynleg […].“

Það að „fjármagna samneysluna“ er fínt hugtak fyrir skattahækkanir. Það verður ekki af Kolbeini tekið að hann er hreinskilinn með þá skoðun vinstri manna að skattgreiðendur og fyrirtæki séu endalaus uppspretta fjármagns fyrir gæluverkefni stjórnmálamanna.

Stikkorð: Skattar Vinstri-græn
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is