*

mánudagur, 18. janúar 2021
Huginn og muninn
29. nóvember 2020 09:22

Vigdís og "guttarnir" í Miðflokknum

Jónína Ben leggur til að þær Vigdís finni sér nýjan flokk og Hrafnarnir velta því fyrir sér hvar þær stöllur gætu átt heima.

Ekkert fararsnið virðist vera á Vigdísi úr Miðflokknum þrátt fyrir mótlæti, hún stefnir ótrauð á borgarstjórann.
Haraldur Guðjónsson

Mörgum þótti illa að Vigdísi Hauksdóttur vegið þegar ákveðið var að varaformannsembætti Miðflokksins skyldi lagt niður, en Vigdís var ein í framboði til embættisins.

Jónína Benediktsdóttir telur „guttana" í Miðflokknum hrædda við Vigdísi því hún sé klárari en þeir. Hún segir eitthvað úrkynjað eiga sér stað í flokknum og telur „Miðflokksguttana" halda að hlutverk þeirra sé að misbjóða konum og vill hún því finna nýjan flokk fyrir þær Miðflokkskonur.

Hrafnarnir velta því fyrir sér hvar þær stöllur gætu átt heima. Þær gætu hugsanlega gengið til liðs við Ingu Sæland í Flokki fólksins, eða herramanninn Gúnda forsetaframbjóðanda og nýja flokkinn hans, nú eða stofnað enn einn flokkinn, líkt og vinsælt hefur verið.

Ekki er þó víst að Jónína nái Vigdísi úr Miðflokknum, sem stefnir ótrauð á embætti borgarstjóra, enda engar líkur á að borgarstjóraembættið verði lagt niður. 

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.