*

miðvikudagur, 14. apríl 2021
Huginn og muninn
7. mars 2021 08:33

Víkurfréttir í almannaþjónustu

Enn og aftur skákuðu einkafjölmiðlarnir ríkismiðlinum sem fær fimm milljarða árlega frá skattgreiðendum.

Páll Ketilsson, eigandi og ritstjóri Víkurfrétta.
RÚV Skjámynd

Ein af rökunum fyrir rekstri Ríkisútvarpsins er hversu ríku almannaþjónustuhlutverki miðillinn gegnir. Þetta hlutverk er líklega aldrei mikilvægara en þegar náttúrhamfarir dynja yfir. Þá er mikilvægt að fjölmiðill, sem fær árlega 5 milljarða frá skattgreiðendum standi sína plikt.

Enn og aftur skákuðu einkafjölmiðlarnir ríkismiðlinum við því Víkurfréttir, lítill fjölmiðill suður með sjó, hefur í nokkra daga verið með beina útsendingu frá gosóróasvæðinu við Keili. Svo mikið álag var á vefsíðunni í á miðvikudaginn að hrafnarnir komust ekki inn á hana. Þrátt fyrir að skjálftahrinan hafi byrjað vikuna á undan fréttir af mögulegu eldgosi borist á mánudaginn rönkuðu Stefán Eiríksson og félagar hans í Efstaleiti ekki við sér fyrr en eftir klukkan þrjú í á miðvikudaginn. Þá hófst loks bein útsending á ruv.is.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.