*

miðvikudagur, 21. ágúst 2019
Týr
24. september 2016 11:02

Vilja Píratar að atvinnuleysi fari í 40-50%?

Smári McCarthy sagði árið 2010 að hann vildi sjá atvinnuleysi fara í methæðir.

Smári McCarthy sagði í myndbandi árið 2010 að hann vilji sjá atvinnuleysi fari i 40-50% sem yrði frábært. Hann bætir þó við að fólk yrði að geta lifað mannsæmandi lífi með einhverskonar framfærslu. Þar á Smári við greiðslur frá ríkinu. 

Sjálfur sagðist Smári að hann yrði bara helsáttur að vera atvinnulaus og eiga meiri frítíma. 

Smári hefur verið nefndur sem forsætisráðherraefni Pírata af Birgittu Jónsdóttur þingmanni pírata og Svan Kristjánssyni stjórnmálafræðiprófessor og fyrrum kosningastjóra pírata í Reykjavík. Svanur segir í færslu á Facebook að stór flokkur þurfi að hafa forsætisráðherraefni sem yrði „skipstjóri umbótastjórnarinnar sem þarf að komast til valda eftir kosningarnar. Smári McCarthy yrði frábær forsætisráðherra."

Á youtube hefur verið sett inn myndband þar sem ummæli Smára eru klippt saman. Þar er haldið fram að þetta myndi þýða 900 milljarða útgjöld fyrir ríkissjóð ´á ári en þar með færi ríkissjóður á hausinn á örfáum árum.

Hér má sjá myndband Smára, þar sem hann ræðir ásamt Jórunni Eddu Helgadóttur um kosti þess atvinnuleysis.

Stikkorð: Píratar Smári McCarthy
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.