Stundum veltir Týr því fyrir sér hvort íslenskt samfélag hefði hreinlega gott af því, til lengri tíma litið, að fá eina almennilega skammlífa vinstristjórn yfir sig.

Að leyfa Sósíalistum, Pírötum og Eyjólfi Ármannssyni í Flokki fólksins að halda um stjórnartaumana í vinnumarkaðsmálum, útlendingamálum, útgjaldamálum og öllu hinum vandasömu málaflokkunum sem þau þykjast vera sérlegir sérfræðingar í og stunda endalaust lýðskrum út á. Því miður virðast sögubækurnar nefnilega ekki duga til að margir landsmenn átti sig á þeim skaða sem þetta lið gæti ollið íslensku samfélagi og lífskjörum landsmanna á stuttum tíma.

***

Fyrstu vikur og mánuði vinstristjórnarinnar yrðu eins og viðhafnarútgáfa af Oprah Winfrey þætti. „Þú færð peninga! Allir fá peninga!“. Hér yrði enginn undir meðallaunum, þ.e. allir væru með sömu laun fyrir ólík störf, menntun og ábyrgð.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði