*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Huginn og muninn
21. mars 2021 08:33

Vinabönd að trosna

Opnun landamæra snýst ekki bara um ferðaþjónustuna heldur svo margt annað.

Bubbi Morthens og margir fleiri telja að eini tilgangur tilslakana á landamærum sé að koma ferðaþjónustunni af stað.
Haraldur Guðjónsson

Sérstök ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir þá ákvörðun að hleypa til landsins fólki frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem hefur viðurkennt bóluefnavottorð.

Það eru þó ekki allir sammála hröfnunum. Bubbi Morthens og margir fleiri telja að eini tilgangur tilslakana á landamærum sé að koma ferðaþjónustunni af stað. Hefur Bubbi viðrað þessa skoðun sína á Facebook-síðu sinni. Hrafnarnir hafa samúð með Bubba og öðrum listamönnum, sem hafa líkt og ferðaþjónustan orðið fyrir hvað mestum tekjumissi vegna heimsfaraldursins.

Málið er hins vegar miklu stærra en svo að einungis sé verið að opna landamæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld, hitti naglann á höfuðið á Facebook í fyrradag. Sagði hann að þetta snerist ekki bara um ferðaþjónustuna. „Þetta snýst um fjölskyldu- og vinabönd sem trosna, ástarsambönd sem renna út í sandinn, alls konar samstarf og menningarstarfsemi sem dettur upp fyrir og já, alls konar atvinnu, lífsviðurværi og tækifæri sem detta núna upp fyrir og geta stundum kostað fátækt og stundum brostna drauma og stundum bæði, þar á meðal ferðaþjónusta vissulega en ótal hluti aðra líka,“ skrifar Ásgeir.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.