*

miðvikudagur, 20. október 2021
Huginn og muninn
9. janúar 2013 12:53

Vinstrimenn færast til hægri þegar kemur að fjármálum

Al Gore vildi selja sjónvarpsstöð í hans eigu fyrir áramót til að sleppa undan hærri sköttum.

Umhverfisverndarsinninn Al Gore.
Gunnhildur Lind Photography

Skömmu fyrir áramótin síðustu losaði bandaríski varaforsetinn fyrrverandi og heimshlýnunarmilljarðamæringurinn Al Gore sig við sjónvarpsstöðina Current TV. Kaupandinn var arabíska fjölmiðlaveldið Al Jazeera. Athygli vekur umfjöllun New York Times um söluna, en þar kemur fram að Gore hafi lagt gríðarlega áherslu á að ljúka henni fyrir áramót, enda hefði hann ella þurft að greiða hærri skatta af hagnaðinum.

Al Gore sannar þarna hið fornkveðna að vinstrimenn eru harðir hægrimenn þegar kemur að eigin fjármálum. Skattahækkunarfýsnin vaknar helst þegar kemur að annarra manna fé.

Moli Hugins & Munins birtist í Viðskiptablaðinu 4. janúar 2012.

Stikkorð: Huginn & Muninn
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.