*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Erla Skúladóttir
8. apríl 2019 13:10

Vogarskálarlögmálið

Þegar skammt er stórra högga á milli er gott að hafa í huga að allt leitar á endanum að jafnvægi.

Aðsend mynd

Fjármögnunartilraunir forsvarsmanna WOW air fengu dapran endi síðastliðinn fimmtudag. Segja má að þjóðin hafi sveiflast milli svartsýni og bjartsýni frá því fréttir bárust af fyrstu þreifingum félagsins gagnvart Icelandair snemma í nóvember síðastliðnum. Síðan urðu ýmsar vendingar en tilraunum til að fjármagna félagið lyktaði því miður með því að það var gefið upp til gjaldþrotaskipta, eins og allir þekkja. 

Skipan skiptastjóra þrotabúsins væri efni í annan pistil og lengri en ég læt nægja að lýsa hér vonbrigðum mínum með þau vinnubrögð sem réðu vali annars skiptastjóranna tveggja. Það er að mínu mati löngu tímabært að endurskoða fyrirkomulag héraðsdómara við úthlutun þrotabúa til lögmanna almennt, enda er það fullkomlega undir duttlungum þeirra komið og stenst engar réttmætar kröfur um gagnsæi og jafnræði. En nóg um það. 

Þennan örlagaríka dag vaknaði ég við að sími eiginmannsins hringdi og samkvæmt fyrirmælum fékk hann þann vafasama heiður að loka bókunarvél WOW air. Um leið og hann birti skilaboð á vefsíðu félagsins um að það hefði hætt starfsemi bjó ég mig undir daginn minn, þar sem helsta verkefnið var að ryðja úr vegi síðustu fyrirvörum fyrir fjármögnun sprotafyrirtækis sem ég hef verið stjórnarformaður í síðastliðin sex ár. 

Einhvern veginn endurspeglaði ástandið á heimilinu fullkomlega svonefnt vogarskálalögmál, sem lýsir sér í því að allt leitar á endanum jafnvægis. Þannig verður það líka með afleiðingar gjaldþrots flugfélagsins, þrátt fyrir að ég vilji ekki á nokkurn hátt gera lítið úr tímabundnum erfiðleikum starfsmanna sem misstu vinnuna rétt fyrir útborgunardag og áhrifum gjaldþrotsins á þjóðarbúið fyrst um sinn. Höggið er vissulega mikið, en með sama hætti og á lífsleiðinni er mikilvægt að láta áföllin ekki skilgreina okkur heldur frekar hvernig okkur tekst að vinna úr þeim og rísa aftur á fætur.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is