*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Huginn og muninn
25. júlí 2020 11:02

Von á fleiri Pírataspilum?

Panamaspilið? Fyrirspurnaspilið? Nýju-stjórnarskrárspilið? Möguleikarnir eru endalausir.

Haraldur Guðjónsson

Þingmenn Pírata hafa í gegnum tíðina tekið upp á hinu og þessu, sumu skemmtilegu en öðru ekki. Nýjasta uppátæki Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns flokksins, hefur vakið sérstaka kátínu meðal hrafnanna en hann hyggur á útgáfu sérstaks Þingspils en í því geta landsmenn klætt sig í pollagallann og skellt sér síðan í sandkassaleik.

Spilið verður eitt af þeim sem munu mæta í jólagjafaflóðið að því gefnu að söfnun fyrir útgáfu þess náist. Það verður síðan spennandi að sjá hvort fleiri borðspil séu væntanleg frá Pírötum og þá hvort þau muni sækja innblástur í þingmál flokksins.

Hver veit nema við munum fá á markað Fyrirspurnaspil innblásið af Birni Levý, það spil klárast aldrei, og spillingarspilið Panamaskjölin ætti einnig að vera borðlagt (þar er meira að segja hægt að endurnýta hluta myndefnisins úr Þingspilinu). Flokkurinn hefur einnig haft „nýju stjórnarskrána“ á heilanum og því gráupplagt að bjóða upp á þannig spil.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.