*

mánudagur, 27. janúar 2020
Huginn og muninn
18. nóvember 2018 11:01

Vottar að ganga í fyrirtæki í áratugi?

Jafnlaunavottuninni mun ekki verða lokið næstu árin.

Ásmundur Einar Daðason ráðherra jafnréttismála.
Haraldur Guðjónsson

Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála, hefur fyrirsjáanlega framlengt þann frest sem fyrirtæki hafa til að ljúka jafnlaunavottun. Líkt og liggja mátti fyrir þegar lögin voru sett fyrir einu og hálfu ári eru ekki til vottunaraðilar á landinu, til að votta öll þau 1.200 fyrirtæki og stofnanir sem lögin eiga að ná til. Aðeins 39 fyrirtæki hafa fengið vottunina sem stendur, sem samsvarar ríflega tveimur fyrirtæki á mánuði að jafnaði frá setningu laganna. Fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn þurfa nú að hafa fengið vottunina í árslok 2019. Vottunin á svo að ná til sífellt minni fyrirtækja fram til ársloka 2022 þegar fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn þurfa að hafa fengið vottunina. Verði vottanir áfram afgreiddar með sama hraða munu Ásmundur Einar og eftirmenn hans geta haldið áfram að fresta gildistöku laganna næstu áratugina. Jafnlaunavottarar landsins hljóta að gleðjast yfir tryggri atvinnu út starfsævina.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.  

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.