*

fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Huginn og muninn
23. janúar 2021 10:02

Yfirlýsing v.Ág.Ól.odt

Eftir að upplýsingum var lekið logar allt í deilum innan Samfylkingarinnar.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Rétt fyrir jól stóð Samfylkingin fyrir skoðanakönnun um framboðsefni flokksins í Reykjavík. Hrafnarnir fjölluðu stuttlega um málið á þeim tíma enda þótti þeim ljóst að ferlið væri allt hið skrítnasta, þar sem niðurstaða þessarar könnunar átti ekki vera bindandi og halda átti henni leyndri.

Hið augljósa gerðist auðvitað. Einhver í uppstillingarnefndinni lak niðurstöðunum í fjölmiðla og nú logar allt í deilum innan flokks Loga Einarssonar. Helstu tíðindin eru að annar núverandi þingmanna flokksins í Reykjavík, var ekki á meðal fimm efstu og stuðningsmenn hans eðlilega ósáttir. Einn þeirra, Birgir Dýrfjörð, átti sæti í uppstillingarnefndinni en sagði sig úr henni. Í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla sagðist hann ekki vilja rjúfa þagnarheit og því myndi hann aðeins ræða sínar persónulegu ástæður fyrir því að segja sig úr nefndinni. Heitið á skjalinu sem hann sendi fjölmiðlum var „Yfirlýsing v. Ág.Ól.odt“.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.