*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Huginn og muninn
17. apríl 2021 08:04

Yngra fólk þurfi aðstoð með útvarp

Stjórn RÚV gat loksins komið saman til að undirrita fundargerðir og þar er margt forvitnilegt að finna.

Aðsend mynd

Á síðum þessa blaðs hefur verið fjallað um starfshætti stjórnar Ríkisútvarpsins en á þeim stjórnarfundum hefur umræða um pólitík á stundum verið fyrirferðarmeiri en vangaveltur um rekstur.

Nýverið birti RÚV upplýsingar um stjórnarfundi síðasta hálfa árs eftir eilitla bið. Sökum samkomutakmarkana hafði stjórnin nefnilega ekki getað komið saman til að staðfesta fundargerðirnar með undirritun sinni. Líkt og oft vill verða hefur efni fundargerðanna breyst eftir að fjölmiðlar báðu um afrit þeirra, það sem áður var fjórar síður er nú orðið að einblöðungi.

Og hvað skyldi nú vera rætt á stjórnarfundum hjá Stefáni Eiríkssyni? Jú, á RÚV að styðja betur við Hollvinasamtök RÚV? Hvað skal gera með samstarf RÚV og þjóðkirkjunnar? Þá er eftir uppáhald hrafnanna: „Umræða um hvort yngra fólk þurfi aðstoð við að átta sig á gæði dagskrár í útvarpi. Tillaga kom fram um gerð vefrits þar sem fram kæmi hver dagskráin framundan væri.“ Sumsé, sama gamla sagan.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.