*

fimmtudagur, 18. júlí 2019

Um Viðskiptablaðið

Viðskiptablaðið var stofnað 20. apríl árið 1994 sem vikublað um viðskipti og efnahagsmál. Blaðið kom þá út á miðvikudögum.

Í janúar 2004 breyttist útgáfan en frá þeim tíma kom blaðið einnig út á föstudögum. Viðskiptablaðinu var síðan breytt í dagblað í febrúar 2007 og kom út fjórum sinnum í viku, frá þriðjudegi til föstudags, fram í nóvember 2008 þegar því var breytt í vikublað á nýjan leik. Frá og með desember 2008 kemur blaðið út á fimmtudögum. Fiskifréttir, sérblað um sjávarútvegsmál, fylgir með í hverri viku.

Megináhersla Viðskiptablaðsins er sem fyrr á viðskipti og efnahagsmál, auk þjóðmála. Auk þess er lögð áhersla á fjölbreytt viðtöl og úttektir, auk margskonar annars efnis.

Viðskiptablaðið fæst í áskrift og lausasölu.

Útgáfufélagið er Myllusetur ehf.Heimilisfang:

Myllusetur ehf.,
Ármúla 10,
108 Reykjavík.
Kennitala: 671108-1320
Sími: 511-6622
Netföng: vb@vb.is, frett@vb.is, ritstjorn@vb.is

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is