© Aðsend mynd (AÐSEND)
Samt sem áður jókst rekstrarhagnaður félagsins um tæplega 1,5 milljónir, því rekstrargjöldin fóru úr 558,8 milljónum í 498,2 milljónir á milli ára. Þar af lækkaði helst kostnaðarverð seldra vara, þúr 94,6 milljónum í 79,5 milljónir og húsnæðiskostnaður sem fór úr 246,6 milljónum í 170 milljónir. Einnig lækkaði annar rekstrarkostnaður, úr 43,6 milljónum í 36,6 milljónir en aðrir liðir hækkuðu.
Hagnaðurinn fór á sama tíma úr rúmlega 10,2 milljónum í tæplega 15,7 milljónir sem er aukning um 53%. Var það m.a. vegna þess að fjármagnsliðir fóru úr því að vera neikvæðir um 2,1 milljón í það vera jákvæðir um 3,2 milljónir.
Eigið fé félagsins jókst úr 258 milljónum í tæplega 274 yfir árið en skuldirnar jukust úr 68 milljónum í 110 milljónir. Á sama tíma jukust eignir félagsins úr rúmlega 326,1 milljón í 383,6 milljónir. Félagið er að fullu í eigu félagsins 101 Travel ehf.