*

föstudagur, 17. ágúst 2018
Innlent 17. ágúst 19:03

Spá 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í ágúst.

Hitt og þetta 17. ágúst 18:32

Hvað segði Keynes um Brexit?

John Maynard Keynes myndi takast á við Brexit-samningana af framsýni, innsæi og auðmýkt.
Erlent 17. ágúst 16:50

Trump vill slaka á uppgjörskröfum

Donald Trump talaði fyrir því í tísti í dag að afnema fjórðungsuppgjörsskyldu skráðra félaga, og beindi því til SEC að skoða málið.
Innlent 17. ágúst 15:49

VÍS hefur allt að 300 milljóna endurkaup

Hámarksfjöldi hluta sem áætlunin kveður á um að verði keyptir eru að nafnverði kr. 26.500.000 hlutir, en það jafngildir um 1,36 % af útgefnu hlutafé félagsins.
Innlent 17. ágúst 14:57

Hagnaður Landsvirkjunar eykst um 37%

Hagnaður Landsvirjkunar jókst um 37% á fyrri hluta ársins, samanborið við fyrri hluta síðasta árs.
Innlent 17. ágúst 14:39

Spá stýrivöxtum áfram í 4,25%

Greining Íslandsbanka spáir óbreyttum stýrivöxtum, 4,25%, við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans.
Innlent 17. ágúst 14:00

Metaukning í fjölda gistinátta

Aukningin milli ára nemur 72,7% sem er mesta hlutfallslega aukning í gistinóttum Íslendinga í gistináttagagnagrunni Hagstofunnar.
Fólk 17. ágúst 13:16

Jón Pétur aðstoðar Lilju Alfreðs

Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla, ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.
Innlent 17. ágúst 13:08

Reitir kaupa eigin bréf fyrir 90 milljónir

Reitir fasteignafélag keypti eigin bréf fyrir 90 milljónir og á félagið nú 2,3% af heildarhlutafé félagsins.
Tíska og hönnun 17. ágúst 12:35

Íslenskur hönnuður slær í gegn í L.A.

Íslenski hönnuðurinn Gulla Jónsdóttir hefur hannað hótel í Los Angeles og hefur hönnunin vakið mikla athygli.
Erlent 17. ágúst 12:12

Endurkaup minnka hlutabréfamarkaði

Mikil endurkaup skráðra félaga á eigin bréfum, ásamt dræmri útgáfu, valda því að alþjóðlegi hlutabréfamarkaðurinn skreppur saman.
Innlent 17. ágúst 11:40

Pareto vill ekki tjá sig um framkvæmdina

Samkvæmt viðmælendum sem vefsíðan Túristi ræddi við sögðu þeir að það sé afar óvenjulegt að svona viðkvæmar upplýsingar séu gerðar opinberar.
Innlent 17. ágúst 11:01

Fasteignafélög hækka eftir uppgjör Regins

Reginn hefur hækkað um rúm 5% í dag, Reitir um 3,4% og Eik um 2,6%, eftir birtingu jákvæðs árshlutauppgjörs Regins í gær.
Innlent 17. ágúst 10:29

Liv: „Kominn tími á að hleypa nýju fólki að“

Liv Bergþórsdóttir, fráfarandi forstjóri Nova, segir vera kominn tíma á breytingar hjá sér og því hafi hún ákveðið að segja upp.
Fólk 17. ágúst 10:08

Liv hættir sem forstjóri Nova

Margrét B. Tryggvadóttir tekur við starfinu en hún var áður aðstoðarforstjóri Nova og hefur verið einn af lykilstjórnendum fyrirtækisins allt frá stofnun.
Innlent 17. ágúst 10:00

Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Júlíusi Vífli Ingvarssyni þar sem hann er sakaður um peningaþvætti.
Innlent 17. ágúst 09:41

Vöruviðskipti óhagstæð um 176,5 milljarða

Vöruviðskiptin 2017, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 176,5 milljarða króna.
Innlent 17. ágúst 09:05

Forstjóri Google róar starfsmenn

Forstjóri Google, Sundar Pichai, hefur reynt að róa minnka óánægju meðal starfsmanna sem spratt upp í kjölfar þess að orðrómur barst um hugsanlega yrði leitarvélin sett á laggirnar á ný í Kína.
Innlent 17. ágúst 08:31

Óvissa ríkir um efnahagshorfur

Þróun Leiðandi hagvísis Analytica ber vott um þá óvissu sem ríkir með efnahagshorfur á haustmánuðum en hagvísirinn lækkaði í júlí sjöunda mánuðinn í röð.
Fleiri fréttir Fleiri fréttir