Eftir um 21% hækkun síðast­liðinn mánuð lækkaði gengi Sýnar í fyrstu við­skiptum í morgun. Hluta­bréfa­verð Sýnar hefur lækkað um tæp 5% og stendur gengið í 45,4 krónum.

Fjar­skipta- og fjöl­miðla­fé­lagið sendi frá sér nei­kvæða af­komu­við­vörun eftir lokun markaða á mið­viku­daginn.

Á­ætlað er að rekstrar­hagnaður sam­stæðunnar á fyrsta fjórðungi verði um 120 milljónir saman­borið við 428 milljónir á sama tíma­bili í fyrra.

Í af­komu­við­vörun Sýnar segir að það sem valdi einkum lægri af­komu sé lækkun á far­síma­tekjum um 138 milljónir króna. Það skýrist sér­stak­lega af IoT tekjum á­samt hærri af­skriftum sýningar­rétta.

Sýn bendir á að af­skrift sýningar­rétta var lægri árið 2023 vegna endur­samninga við birgja, líkt og kom fram í árs- og árs­hluta­reikningum fé­lagsins fyrir árið 2023. Á­hrif þess á fyrsta árs­fjórðung 2023 námu 193 milljónum króna.