Þolin­mæði eig­enda úkraínskra ríkis­skulda­bréfa virðist vera á þrotum en sam­kvæmt The Wall Street Journal vilja skulda­bréfa­eig­endur að ríkið byrji að greiða af skuldum sínum með vöxtum að nýju.

Sam­komu­lag náðist milli skulda­bréfa­eig­enda og ríkis­stjórn Úkraínu eftir inn­rás Rússa um að fresta vaxta­greiðslum af bréfunum en hljóðið hefur breyst í skuldabréfaeigendum þótt stríðið sé enn í gangi.

Sam­kvæmt WSJ eru er­lendir skulda­bréfa­eig­endur eins og BlackRock og PimCo byrjaðir að þrýsta á ríkis­stjórnina að byrja að greiða vexti af skuldinni í byrjun næsta árs.

Heimildir WSJ herma að hópurinn eigi um fimmtung af 20 milljarða dala skuld Úkraínu­manna. Lög­menn frá Weil Gots­hal & Man­ges munu fljúga til Kíev fyrir hönd hópsins og reyna ná sam­komu­lagi um málið.