Andreas Halvorsen er einn af stofnendum vogunarjóðsins Viking Global Investors. Auðævi hans eru metin á 5,9 milljarða dollara eða um 800 milljarða króna.
Auður Antoniu kemur frá fjölskyldufyrirtækinu Axel Johnson, sem stofnað var af langafa hennar árið 1873.
Erna Gísladóttir og forfeður hennar hafa átt og stýrt bílaumboðinu BL nánast óslitið frá stofnun þess árið 1954. Hún hefur auk þess fjárfest víða, meðal annars í Sjóvá, Högum og Ölgerðinni.
Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir hafa lengi verið áberandi í íslensku viðskiptalífi.
Verðmætasta eign Gríms Sæmundsen er um fimmtungs hlutur í Bláa Lóninu, fyrirtækinu sem hann stofnaði árið 1992.
Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Norvik, sem er gjarnan kenndur við Byko, hefur lengi verið þekktur í íslensku viðskiptalífi.
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hefur um árabil verið eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins.
Ólafur Davíð Torfason á um 75% hlut í Íslandshótelum, en hann stofnaði hótelkeðjuna fyrir þrjátíu árum síðan.
Geir hefur gegnt starfi fjármálastjóra flugfélagsins Air Atlanta frá 2010 og er í dag næststærsti eigandi þess með 30% hlut.
Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson eru stærstu hluthafar Eyris Invest, sem á fjórðungshlut í Marel.
Hjónin Steinunn Jónsdóttir og Finnur R. Stefánsson hafa fjárfest í fjölda fyrirtækja hér á landi.
Hannes Hilmarsson er stærsti eigandi Air Atlanta og hefur verið stjórnarformaður flugfélagsins frá því hann steig úr forstjórastólnum fyrir 5 árum síðan.
Donald Trump á um 2,5 milljarða Bandaríkjadala samkvæmt Forbes í dag. Auður hans minnkaði meðan hann var forseti.
Alli ríki byggði Eskju upp og gerði það að einu öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.
Bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir hafa lengi verið áberandi í íslensku viðskiptalífi en þeir eru synir Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaupa.