Tvö fyrir­tæki bera höfuð og herðar yfir aðrar vél­smiðjur á Ís­landi sam­kvæmt 500 stærstu tölublaði Frjálsrar verslunar.

Þetta eru Héðinn og HD en tekjur þeirra beggja námu á bilinu 5,2-5,3 milljörðum króna á síðasta ári. Þriðja stærsta fyrir­tækið, Stjörnu­blikk, var með 2,3 milljarða í tekjur. Héðinn var mestan hagnað í fyrra, 292 milljónir og þre­faldaðist hann frá fyrra ári.

Um 138% tekjuaukning

Vél­smiðjur hafa allar verið reknar með hagnaði á síðustu árum. Leita þarf aftur til ársins 2019 til að finna tap­rekstur en þá skiluðu 3 fé­lög tapi. Það voru Héðinn, Járn og Blikk og Geisla­tækni. Tölu­verður breyti­leiki hefur verið í tekju­vexti fé­laganna á síðustu árum en frá 2019 jukust tekjurnar mest hjá HD sem fór úr því að vera fjórða stærsta fyrir­tækið yfir í það næst­stærsta. Tekjurnar hjá HD jukust um 138% en næst­mesti tekju­aukinn var hjá Járn og Blikk sem jók tekjur sínar um 121%. Minnsti tekju­aukinn var hjá Ís­loft blikk- og stál­smiðja.

Hægt er að lesa nánar um vélsmiðjur í bókinni 500 stærstu sem kom út 6. desember. Hægt er að kaupa bókina hér.