Búi segir að hugmyndin að verkefninu hafi kviknað út frá því að í nútímanum sé öllum gefið að skilja þjóðhagfræði, fréttaritarar séu óhræddir við að segja frá breytingum á stýrivöxtum og aukningu í vergri landsframleiðslu án þess að gefa miklar aukreitis útskýringar á því.

„Hagfræði fæst við að skilja flæðið á efninu eða ráðstafanir á takmörkuðum auðlindum – hversu mikið við framleiðum, hvert það á að fara og hver eru tilbúin að kaupa það þegar þangað er komið. Er þá ekki eðlilegt að miðla upplýsingum í efni, í skúlptúr? Með þessu verkefni langaði mig að nota þessar tölur sem eiga að hjálpa okkur að skilja heiminn og gefa þeim samsömun í efninu og sjá hvort það bæti einhverju við.“

Sýningin Hagvextir er opin öllum í Gallery Port í dag frá 12-16.

Viðtalið við Búa er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag.

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.