Hinum magnaða Porsche 911 Dakar verður fagnað sérstaklega með sýningu hjá Bílabúð Benna á morgun laugardag kl 12-16.

Í ár eru 40 ár síðan hann kom sá og sigraði Dakar-París kappaksturskeppnina 1984 en 911 var fyrsti sportbíllinn sem vann þessa 12.000 km löngu keppni. Nýlega framleiddi Porsche nýjan Dakar í takmörkuðu upplagi en þeir seldust allir upp á augabragði.

Porsche 911 kostar frá 30 milljónum króna en Dakar-útgáfan kostar í kringum 50 milljónir. Dakar er tímamótaútgáfa af hinum goðsagnakennda Porsche 911 sportbílnum sem allir þekkja og dá.

911 Dakar er sérstaklega hannaður fyrir utanvegarakstur og sérstaklega Dakar-keppnina sem er samtals 12.000 km löng og náði áður fyrr frá Sahara-eyðimörkinni til Parísar. 911 Dakar þreytti frumraun sína árið 1984 og kom, sá og sigraði Dakar-keppnina það ár og er fyrsti sportbíllinn sem gerir það.

911 Dakar er með sterka fjöðrun til að þola gróft landslag á miklum hraða. Hann er einnig með meiri veghæð og læst afturhjóladrif. Yfirbygging 911 Dakar er styrkt til muna til að þola þær aðstæður sem fylgja utan vegar kappakstri og verja bílinn fyrir hnjaski og skemmdum. Vélin er sérhönnuð til að skila hámarksafköstum við afar erfiðar aðstæður og viðhalda áreiðanleika undir miklu álagi í löngum keppnum.

Gírkassinn í 911 Dakar er sérstaklega hannaður til að gera ökumanni kleift að skipta um gír af nákvæmni, á miklum hraða í síbreytilegum og krefjandi aðstæðum sem geta fylgt utan vegar kappakstri.

Dakar-keppnin er ein stærsta, lengsta, fjölbreyttasta og erfiðasta utan vegar keppnin. Ökumenn þurfa að ferðast mörg þúsund kílómetra á nokkrum vikum og þurfa ferðast yfir fjölbreytt og krefjandi landslag þvert yfir lönd og heimsálfur. Ökumenn þurfa m.a. ferðast yfir eyðimörk og fjöll í alls kyns veðráttu sem reynir töluvert á bæði bílana og ökumennina.