Hagnaður Kviku Banka fyrir skatta (án að­komu TM trygginga) nam 1,2 milljörðum króna á fyrsta árs­fjórðungi. Mun það vera um 36% meiri hagnaður en á sama tíma­bili í fyrra þegar bankinn skilaði 895 milljón króna hagnaði.

Hagnaður eftir skatta dróst saman um 7% og nam 1.083 milljónum króna, saman­borið við 1.167 milljónir á sama tíma­bili árið 2023.

Arð­semi efnis­legs eigin fjár fyrir skatta var 12,1%, saman­borið við 13,1% á sama tíma­bili árið 2023. Arð­semi efnis­legs eigin­fjár af á­fram­haldandi starf­semi nam 15,5% á fyrsta árs­fjórðungi 2024.

„Rekstur banka­starf­semi Kviku var prýði­legur á fyrsta árs­fjórðungi og á­nægju­legt að sjá um­tals­verða hagnaðar­aukningu af starf­seminni milli ára. Hagnaður fyrir skatta á fyrsta árs­fjórðungi, án af­komu TM, nam 1.215 milljónum króna, saman­borið við 895 milljónir króna á sama tíma­bili árið 2023 og hækkar því um 36% frá árinu áður,” segir Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku.

Hreinar vaxta­tekjur bankans námu rúmum 2,3 milljörðum króna saman­borið við um 2 milljarða á sama tíma­bili árið 2023 og hækkuðu um 17% frá fyrra ári.

Vaxta­munur var 3,8% á fyrstu þrem mánuðum ársins 2024.

Hreinar þóknana­tekjur námu 1,6 milljörðum króna, saman­borið við 1,5 milljarða á sama tíma­bili árið 2023 og hækkuðu um 10% frá fyrra ári.

Aðrar rekstrar­tekjur námu 110 milljónum króna, saman­borið við 16 milljónir á sama tíma­bili árið 2023.

„Nær allir tekju­liðir jukust milli ára á sama tíma og vel gekk að halda aftur af kostnaði. Þrátt fyrir þrá­láta verð­bólgu og um­tals­verðar launa­hækkanir náðist að halda rekstrar­kostnaði nánast ó­breyttum milli ára. Allar við­skipta­einingar bankans gengu vel á fyrsta árs­fjórðungi og á­nægju­legt er að sjá við­snúninginn sem hefur verið í rekstri bankans í Bret­landi eftir krefjandi um­hverfi undan­farin tvö ár. Arð­semi af efnis­legu eigin fé banka­starf­seminnar var 15,5%, sem er nokkuð undir lang­tíma­mark­miði okkar en við sjáum þess merki að við munum nálgast það mark­mið á næstu misserum,” segir Ár­mann.

Í upp­gjörinu segir Ár­mann að trygginga­rekstur TM var í takt við á­ætlanir og keim­líkur fyrsta fjórðungi síðasta árs, en fyrsti fjórðungur ársins er að öllu jöfnu sá þyngsti í rekstri trygginga­fé­laga. Markaðs­að­stæður voru hins vegar ó­hag­stæðar á tíma­bilinu og fjár­festinga­tekjur fé­lagsins voru því tals­vert undir væntingum.

„Hagnaður fyrir skatta, að með­talinni af­komu TM, nam 1.345 milljónum króna. Arð­semi efnis­legs eigin fjár fyrir skatta var 12,1%. Vinna við lúkningu endan­legrar á­reiðan­leika­könnunar og undir­ritun kaup­samnings við Lands­bankann vegna sölu TM hefur gengið á­gæt­lega og mun bankinn halda markaðnum upp­lýstum eftir því sem mál þróast,“ segir Ár­mann.