Hagnaður samstæðu samvinnufélagsins Auðhumlu, móðurfélags Mjólkursamsölunnar og tólf annarra félaga, nam 740 milljónum króna í fyrra, samanborið við 461 milljón árið 2022.

Rekstrartekjur jukust um 7,1 milljarð og námu 45,9 milljörðum en aukningin er tilkomin vegna verðhækkana og söluaukningar bæði innanlands og erlendis.

Stjórn Auðhumlu leggur til 160 milljóna króna arðgreiðslu. Ágúst Guðjónsson er stjórnarformaður en félagið er í eigu 483 mjólkurframleiðenda um land allt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.