James Watt hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri skoska bruggfyrirtækisins BrewDog. Samkvæmt BBC mun James færa sig yfir í aðra fyrirliðastöðu innan fyrirtækisins ásamt því að halda hlutum sínum BrewDog.

Þá mun James Arrow taka við sem forstjóri fyrirtækisins.

Watt stofnaði skoska bjórfyrirtækið og veitingakeðjuna árið 2007 ásamt Martin Dickie í Fraserburgh, norðan við Aberdeen. BrewDog rekur nú brugghús og bari úti um allan heim, þar á meðal á Íslandi.

„Á meðan ég var við stýrið hefur BrewDog mætt ýmsum lægðum og hefur þetta verið uppi og niðri ásamt brjáluðum árangri og ótrúlegum áskorunum. Þegar ég lít til baka á síðustu 17 árin er ég fylltur af yfirþyrmandi þakklæti,“ segir Watt í tilkynningu.

Fyrirtækið hefur áður fyrr sætt gagnrýni fyrir markaðsherferðir sínar og vinnustaðamenningu. Árið 2021 sökuðu nokkrir fyrrum starfsmenn BrewDog um að viðhalda hræðslumenningu innan fyrirtækisins ásamt eitruðu viðhorfi gagnvart yngra starfsfólki sínu.